Sv: Ég verð með 3 hross í vetur öll 3. vetra á fjórða . Stóðhestur rauðskjôttur undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Drottningu minni(1verðlauna klár hryssa með 8.25 í aðaleinkunn) mjög efnilegur foli. Svo verð ég með rauðan fola undan Safír frá Mosfellsbæ og Urði (hryssa með 8.30 undan Sólon Skáney) Það er fótaburður og fas á þessum fola. Og að lokum verður glóbrún hryssa undan heimsmeistaranum Gljátoppi og Gyðju (undan Geisla Sælukoti). Vona að þessi hryssa fái töltið frá pabba sínum
Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur? Sv: Fer á eithvað sjáum hvað verður í boði Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar? Sv: Fór í geggjaða ferð í sumar Fjallabaki 5 daga með vinum Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Fór með tvær merar í sumar undir hesta:
Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Grár er alltaf í uppáhaldi Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Áfram Sóti við erum lítið félag með frábæru fólki. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Skora á Assa
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|