![]() Patrekur vann barnaflokkinn og var tilnefndur sem flottasta parið með Perlu sinni frá Gili. Firmakeppni Sóta fór fram á velli félagsins, föstudagskvöldið 3.maí og hófst kl. 19:00 á pollaflokki. Ákveðið var að barna, unglinga og ungmennaflokkar riðu saman og fór það svo að keppandi í barnaflokki reið alla af sér á yfirferðahringnum! Fjölmenni var í karlaflokki að venju og fóru fimm efstu í æsispennandi úrslit þar sem ekkert var gefið eftir. Verðlaunaafhending fór síðan fram í félagsheimilinu á eftir þar sem æskulýðsnefnd seldi hamborgara. Dágóð upphæð safnaðist í firmastyrkjum og eru öllum sem gáfu styrk, söfnuðu styrk eða komu á einhvern hátt að mótinu þakkað kærlega fyrir hjálpina. Myndir frá verðlaunaafhendingu eru á Facebook síðu Sóta. Úrslit má finna hér.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2022
|