Kæru félagar
Firmakepnni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu verður að þessu sinni haldin af firmanefnd í samvinnu við mótanefnd. Þar sem fermingar, ferðir og aðrar uppákomur eru á laugardeginum 12. april verður mótið haldið föstudaginn 11. apríl kl 18:00. Skráning í félagsheimilinu sama dag frá 16:45 - 17:30 Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Í gerðinu: (ath ekki raðað í sæti, allir fá verðlaunapening) Pollar teymdir - 8 ára og yngri Pollar ríðandi - 8 ára og yngri Barnaflokkur - 9-13 ára Á vellinum: Barnaflokkur - 9-13 ára Unglingaflokkur - 14-17 ára Ungmennaflokkur - 18-21 árs Kvennaflokkur Karlaflokkur Ef lítil þáttaka er í flokkum verður sameinað í flokka. Einnig verður keppt í: (ef næg þátttaka fæst) Unghrossaflokkur - 5 vetra (í vor) og yngri 75 m skeið (tímataka) Engin skráningagjöld og veitingar á vægu verði (hús nr 3). Keppendur fá afhend númer. Riðið verður hefðbundið firmakeppnisprógram þ.e.a.s. hægt tölt og fegurðartölt - allir inná í einu og 5 bestu fara í úrslit. Tónlist, þulur og stemning! Koma svo - allir með og höfum gaman - þetta er mót fyrir alla Firmanefndin
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|