Í 10 ár hafa Sif og Karen starfrækt hestaíþróttaklúbb á höfuðborgarsvæðinu þar sem aðalmarkmið er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að kynnast og stunda hestamennsku á ársgrundvelli og auðvelda börnum án aðstandenda í hestamennsku að stunda íþróttina.
Sif og Karen hafa áralanga reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Þær eru báðar menntaðir reiðkennarar, auk þess starfar Sif sem barnasálfræðingur og Karen sem framhaldsskólakennari. Hestamannafélagið Sóti fagnar þessum samstarfssamningi og óskar Karen og Sif alls hins besta. Skráningar fyrir námskeið sumarsins eru þegar hafnar, sjá link: https://forms.gle/GroPUoinzSTukwGZ9
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|