Við mæðgur verðum með okkar 3 hesta Gimla frá Lágmúla, Hergil frá Höfnum en hann og yngsta dóttirin Elín Freyja eru miklir vinir og svo uppátækjasama merin hennar Helenu - Fríða frá Kópavogi
Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur? Sv: við erum alltaf á einhverjum námskeiðum enda hægt að læra svo lengi sem maður lifir. Mætti segja að við séum í áskrift hjá Atla Guðmunds, Elin Freyja er að ná góðum tökum á Hergil hjá Sigrúnu og gott betur en það, fórum á sýnikennslu hjá Röggu Haralds, svo er námskeiðið að vinna í hendi hjá Hrafnhildi Helgu reiðkennara á döfinni Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: vonumst til að ná einhverjum upphitunarferðum fyrir Sótaferðina vinsælu og vonandi eitthvað fleira í sumar Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: sko við höfum djókað með hana Fríðu okkar þegar hún er með vesen að hún fari í sveit og framhaldssagan Fríða fer í fæðingarorlof en nei ekkert svoleiðis á plani næstu árin Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: veik fyrir hrafnsvörtum og jörpum hestum Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Skemmtileg núvitund þessi reiðmennska , samveran með dætrum toppurinn á tilverunni og ekki má gleyma eðal Sótafélögum sem alltaf eru til í að aðstoða eða gefa góð ráð Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég hendi boltanum yfir til Sæbjargar
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|