DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS UM HEIM ALLAN 1. MAÍ
Eigendur íslenska hestins um heim allan eru hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi, hafa gaman og njóta dagsins og slá á létta strengi! DEILDU UPPLIFUN DAGSINS Á SAMFÉLAGSMIÐLUNUM Horses of Iceland markaðsverkefnið mun opna samfélagsmiðla tengda íslenska hestinum. Taktu mynd og deildu upplifun dagsins með merkinu #horsesoficeland á samfélagsmiðlunum. Þú gætir unnið vikupassa á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí. ÞETTA ER STÓR DAGUR Í ÍSLANDSHESTAMENNSKUNNI - VERTU MEÐ!Vefsíða markaðsverkefnisins Horses of Iceland Nánar um markaðsverkefni Íslenska hestsins SÓTAFÉLAGAR ATHUGIÐ! Allir velkomnir í skrúðreiðina og þeir sem hafa enn ekki prófað eru hvattir til að láta slag standa. Þetta er mjög gaman. Brottför frá hesthúsunum kl. 12:00 og sameinast í kerrur. Við munum einnig eiga von á að einhverjir gestir heimsæki okkur og þeir sem hafa áhuga hafi hesthúsin opin fyrir gesti.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|