Kæru núverandi og fyrrverandi Sótafélagar,
Nú er komið að 25 ára afmælisgleði Hestamannafélagsins Sóta og munum við því blása til stórveislu á laugadaginn kemur, þann 29. mars. Kvöldið hefst með fordrykk í félagshúsi okkar að Breiðumýri kl 19:30, áður en við haldið verður í veislusal Íshesta við Sörlaskeið þar sem gleðin fer fram. Þar munu kokkar staðarins töfra fram dýrindis veitingar, en matseðillinn er eftirfarandi: Humarsúpa Lamba og kalkúnahlaðborð Heit súkkulaðikaka Hin landsþekkti Siggi Haukur mun stýra veislunni og mun Magnús Kjartansson sjá um að stýra fjöldasöng og halda uppi brjáluðu stuði fram á nótt. Heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Sótafélaga. Verð fyrir herlegheitin er aðeins kr. 4.900,-- á mann og þema kvöldsins er ekki flóknara en snyrtilegur klæðnaður. Hvetjum alla til að fjölmenna og taka gesti með sér, en skráning fer fram á netfangið [email protected]. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 26. mars. Hin einstaklega skemmtilega ferða- og skemmtinefnd Sóta
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|