Hvernig hefur framkvæmdin gengið hingað til?
,,Það hefur bara gengið vel og þetta hefur verið skemmtileg vinna. Að vísu ætluðum við okkur að vera komnir lengra en þetta hefur verið miklu meiri vinna en við bjuggumst við. Ég (Guðmundur) hef reist mörg límtrés- og stálgrindarhús en þetta er það flóknasta hingað til. Það hefur verið mikið púsl að setja þetta saman og miljón skrúfur! Ætli við verðum ekki sérfræðingar í stálgrindarhúsum þegar þetta er búið!“ Hvenær verður verkinu ykkar lokið? ,,Skv samningi eigum við að skila þessu tilbúið að utan í lok september. Við reynum að láta það standast. Þá á eftir að innrétta höllina, setja gólfefni ofl en þá verða sjálfboðaliðar kallaðir til“ Þeir feðgar hafa verið duglegir að taka myndir á hinum ýmsu stigum verksins og tala myndirnar sínu máli. Sjá má margar glæsilegar myndir hjá Guðmundi og Böðvari. Enda varð Tómasi á orði að kannski væri þeir á rangri hillu, þeir ættu kannski frekar að leggja ljósmyndun fyrir sig? Við hin í Sóta getum a.m.k hlakkað til haustsins og vetrarins. Spennandi tímar í vændum!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|