Aðalfundur Sóta 2012 verður haldin í félagshúsi Sóta, fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00 . Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf og eitthvað óvænt í kaffihléi - ekki missa af því! (sjá meira undir read more) Nefndarstörf
Að venju mun stjórnin vera með tillögur að nefndum á aðalfundi. Það væri mjög gott að heyra í ykkur, kæru félagar, hvort þið hefðuð áhuga á: a) Að halda áfram að starfa í þeirri nefnd sem þið eruð núna b) Að hætta í þeirri nefnd sem þið eruð núna c) Að skipta um nefnd b) Að byrja í nýrri nefnd (nýjir félagar eru hvattir til að gefa sig fram!) Ef ekkert heyrist frá ykkur, þá lítum við svo á að þú sért tilbúin að koma og starfa með okkur í vetur, enda megum við ekki gleyma því að það erum við félagarnir sem höldum félaginu gangandi - það gerir enginn annar fyrir okkur :-) Sjá má lista yfir nefndir hér; http://www.hmfsoti.com/nefndir.html (húsnefnd verður einnig endurvakinn) Ert þú næsti formaður Sóta? Eins og kom frá á síðasta aðalfundi Sóta þá ætlar frú formaður ekki að gefa kost á sér áfram enda kominn tími fyrir nýjan og ferskan mann/konu í brúnna. Að vera formaður er mjög lærdómsríkt og skemmtilegt starf og vil ég hvetja ykkur til að gefa kost á ykkur! Framboðum til formanns þarf að skila til stjórnar eigi síðar en 11 desember - Koma svo!! Hlökkum til að heyra í ykkur! Kveðja Stjórnin
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|