Sp: Fórstu á einhvern námskeið eða sýnikennslu í vetur eða stefnir þú á næsta vetur?
Sv: Já í vetur fór ég á reiðnámskeið hjá Sigrúnu Sigurðardóttur og svo fór ég á námskeið hjá Hrafnhildi Helgu Guðmundsdóttur í að vinna í hendi. Næsta vetur mun ég pottþétt fara á fleiri námskeið. Sp: Eru einhverjar hestaferðir á plani næsta sumar? Sv: Vonandi kemst ég á bak í sumar. Ég tognaði illa á ökkla fyrir stuttu og kemst ekki á bak í bili en ég krossa fingur og óska þess að ég komist á bak sem fyrst. Sp: En á að halda einhverjum merum, ef já, ertu búin að ákveða undir hvaða hest(a)? Sv: Merin hennar Hugrúnar Gyðu, hún Hekla frá Ási II, á von á sér í lok júní en hún fór undir Þráinn frá Flagbjarnarholti í fyrrasumar. Frekari fjölgun er ekki á dagskrá að sinni. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Nei eiginlega ekki, þeir eru svo margir fallegir. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Það er gaman að vera í Sóta. Það er ótrúlegt hvað þessu litla félagi hefur tekist að afreka. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég skora á mæðgurnar Vigdísi og Elfi.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|