Leiga á félagshúsi

Hægt er að fá félagshús Sóta leigt fyrir allskyns uppákomur. Húsið rúmar um 35-40 manns í sæti og er borðbúnaðir til fyrir ca 35 manns þ.e.a.s. matardiskar, vínglös, hnífapör og bollar.
Leiga á húsi
Helgar: Um helgar er húsnæðið leigt út frá kl. 14 til hádegis næsta dags.
Verð: Félagsmenn: 10.000.- Aðrir: 15.000.-
Aðrir dagar: Á virkum dögum er húsnæðið leigt út til hádegis næsta dag (eða eftir samkomulagi).
Verð: Félagsmenn: 5.000.- Aðrir: 10.000.-
Leigusamningur fyrir félagsheimili Sóta
Leiga á húsi
Helgar: Um helgar er húsnæðið leigt út frá kl. 14 til hádegis næsta dags.
Verð: Félagsmenn: 10.000.- Aðrir: 15.000.-
Aðrir dagar: Á virkum dögum er húsnæðið leigt út til hádegis næsta dag (eða eftir samkomulagi).
Verð: Félagsmenn: 5.000.- Aðrir: 10.000.-
Leigusamningur fyrir félagsheimili Sóta
- Leigutaki (ábyrgðarmaður að lágmarki 25 ára) skal ávallt vera viðstaddur meðan húsið er í útleigu. Drykkja/ölvun undir lögaldri er ekki leyfð í/við húsnæðið.
- Reykingar eru bannaðar inni í húsinu.
- Miðað er við að hámarksfjöldi sé 40 manns í húsinu.
- Húsaleiga skal vera greidd fyrir afhendingu lykils en reikningur verður sendur í heimabanka viðkomandi. Trygging skal vera greidd um leið og bókað er til að staðfesta dagsetningu á leigu, sem verður endurgreidd næsta virka dag eftir útleigu.
- Lykill skal afhendur á opnu húsi SKFÍ á fimmtudagskvöldum milli kl. 20 og 21, nema að um annað sé samið. Ef leigjandi getur ekki komið á þeim tíma kostar það kr. 2.500 að fara aukaferð til að ganga frá leigu. Skila skal lykli undir örbylgjuofni í eldhúsi.
- Þegar enginn er í húsinu skal það vera læst og gluggum lokað
- Skil á húsinu miðast við hádegi daginn eftir að húsið er tekið á leigu, nema að um annað sé samið.
- Það skal skilið við húsið í því ástandi sem tekið er við því :
- gólfið skal vera vel skúrað.
- þurrkað af öllum borðum
- vaska upp
- salerni þrifið
- þurrkað af stólum
- þurrka af gluggakistum og veggjum ef þarf
- ekkert rusl (þ.m.t. sígarettustubbar) má vera við né í kringum húsið, a.m.k. 50m radíus.
- losa allt rusl í húsinu og nýjir pokar settir í ruslatunnur.